Tala látinna lækkar

Fórnarlambanna minnst
Fórnarlambanna minnst Reuters

Norska lögreglan lækkaði í dag tölu látinna eftir fjöldamorðin á föstudag. Á blaðamannafundi í dag kom fram að 68 létust í Útey, ekki 86 eins og áður vart talið. Það þýðir að fórnarlömbin eru 76 talsins ekki 93.

Dómstóll í Ósló úrskurðaði í dag, að Anders Behring Breivik skuli sæta gæsluvarðhaldi í átta vikur að kröfu norsku lögreglunnar. Fram kemur í úrskurðinum, að Breivik hafi fyrir dómi játað að hafa staðið fyrir sprengjuárás og skotárás.

Yfirmaður í norsku lögreglunni, Øystein Mæland, sagði á blaðamannafundinum að nú væri vitað að átta létust í sprengjutilræðinu í miðborginni  en 68 á eyjunni. Það hafi komið í ljós þegar öll lík sem fundist hafa á eyjunni hafa verið fjarlægð. Hins vegar megi alveg eins búast við því að tala látinna hækki á ný þar sem enn sé einhverra saknað.

Frétt Aftenposten af blaðamannafundinum

Lögregla leitar enn við Útey og á eyjunni þar sem …
Lögregla leitar enn við Útey og á eyjunni þar sem enn er einhverra saknað Reuters
mbl.is