Vilja DNA-rannsókn á kjötinu

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandslanda fara fram á umfangsmikla DNA-rannsókn á kjöti í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem nú skekur álfuna.

Hneykslið hefur orðið til þess að upp hefur komist um að í ótal tilvikum hafi hrossakjöt verið selt sem nautakjöt. Íslendingar kippa sér ef til vill ekki upp við að borða hrossakjöt en samkvæmt hefðum, menningu og siðum margra annarra þjóða er slíkt kjöt ekki borðað eða í litlum mæli.

Meðal þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum viðamiklu vörusvikum eru viðskiptavinir IKEA í Svíþjóð en kjötbollur sem seldar hafa verið í verslunum þar í landi hafa verið blandaðar hrossakjöti, án þess að það komi fram í innihaldslýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert