Vopnahlé í Sýrlandi

Sýrlenskur uppreisnarmaður í bænum Arbin.
Sýrlenskur uppreisnarmaður í bænum Arbin. AFP

Rússneskar orrustuþotur eru sagðar hafa aukið árásir sínar á sýrlenska uppreisnarmenn með miklum þunga aðeins fáeinum klukkutímum áður en vopnahlé tók gildi í Sýrlandi nú í kvöld. Vopnahléð tók gildi á miðnætti að staðartíma, þ.e. klukkan 22:00 á íslenskum tíma og er fyrsta formlega hléð sem gert er á átökunum frá upphafi stríðsins sem varað hefur í fimm ár.

Samvkæmt BBC sagðist Rússland vera að halda áfram að varpa sprengjum á „hryðjuverkamenn“ í ákveðnum hlutum landsins en næstum 100 deildir uppreisnarmanna hafa samþykkt að virða vopnahléð.

Vopnahléð tekur til herafla ríkisstjórnarinnar sem og uppreisnarmanna en ekki til Ríkis íslams eða hópsins Nusra Front sem hefur tengsl við al Qaeda. Nusra Front hvatti fylgismenn sína til þess að setja aukinn kraft í árásir sínar gegn forseta landsins Bashar al-Assad.

Loftárásir Rússa í fyrri nótt voru „ákafari en vanalega“ að sögn Rami Abdel Rahman, leiðtoga Mannréttindavaktar Sýrlands.

„Það er eins og þeir [Rússland og ríkisstjórnin] vilji draga úr uppreisnarmönnum á þessum svæðum og vinna sér inn stig fyrir vopnahléð.“

Sýrlenskur drengur liggur á spítala eftir að hafa slasast í ...
Sýrlenskur drengur liggur á spítala eftir að hafa slasast í loftárásum á Douma í dag. AFP

Fjögur börn létust

Árásirnar náðu meðal annars til Austur- Ghouta austan við Damaskus, norðanverðs Homs-héraðs og vesturhluta Aleppo. Að auki voru gerðar loftárásir á úthverfið Douma í Damaskus sem haldið er af uppreisnarmönnum og segir Mannréttindavaktin átta hafa látist, þar af fjögur börn.

Vladimir Pútín sagði her sinn hinsvegar aðeins vera að ráðast gegn Ríki íslams, Nusra Front og öðrum öfgahópum sem álitnir eru lögmæt skotmörk af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Ibrahim Kalin, talsmaður forseta Tyrklands, sagði Tyrkland hafa „tekið virkan þátt“ í að koma á vopnahléi en að „sú staðreynd að sprengjuárásir rússneskra þota og árásir herafla Assad á jörðu niðri hafa haldið áfram... valda okkur alvarlegum áhyggjum af framtíð vopnahlésins.“

Vopnahléð er tilkomið vegna samnings Bandaríkjanna og Rússland en það hefur mætt nokkurri tortryggni.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt velgengni vopnahlésins ráðast af því hvort allir stríðandi aðilar muni standa við skuldbindingar sínar. Sagði hann að árásunum þyrfti að linna og koma þyrfti hjálpargögnum til almennra borgara.

„Komandi dagar skipta öllu máli og heimurinn mun horfa."

AFP segir að á miðnætti hafi skothríð í Aleppo og úthverfum Damaskus þagnað og ró færst yfir. Meira en 250 þúsund Sýrlendingar hafa látist í átökunum og milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Uppreisnarmenn hvílast í skýli í framvarðarlínu átakanna gegn hermönnum ríkisstjórnarinnar.
Uppreisnarmenn hvílast í skýli í framvarðarlínu átakanna gegn hermönnum ríkisstjórnarinnar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...