Evrópubúar myrtir í hundraðatali á 12 árum

Mávar á flugi yfir mosku í Istanbúl. Árásum íslamista í ...
Mávar á flugi yfir mosku í Istanbúl. Árásum íslamista í Evrópu virðist fara fjölgandi síðustu ár. AFP

Um 35 manns létu lífið og í kringum tvö hundruð til viðbótar slösuðust árásum í Brussel í gær. Samtökin Ríki íslams hafa lýst ábyrgð hryðjuverkanna á hendur sér en þeim hefur verið lýst sem heiftarlegri atlögu að sjálfu hjarta Evrópu.

Árásirnar eru þó aðeins þær síðustu í röð hryðjuverka í álfunni síðan lestirnar í Madríd voru sprengdar árið 2004, með þeim afleiðingum að 192 létust og rúmlega 1.800 særðust. 

Stjórnvöld í Evrópu hafa reynt að vera vel á verði gagnvart ofbeldi öfgafullra íslamista síðan í janúar á síðasta ári þegar árásum var beint að ritstjórnarskrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og að matvöruverslun gyðinga.

11. mars 2004, Madríd

Tugir flísasprengja springa á fjórum farþegalestum sem á leið eru til lestarstöðvarinnar Atocha í Madríd. 191 lætur lífið í sprengingunum og rúmlega átján hundruð manns særast. Vígamenn segjast hafa framið þessar samræmdu árásir af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda, til að hefna fyrir þátttöku Spánar í innrás Bandaríkjanna í Írak.

Þeir sjö sem helst voru grunaðir um að hafa framið verknaðinn taka allir líf sitt tæpum mánuði seinna, eða þann 3. apríl, með því að sprengja sig í loft upp í íbúð nærri Madríd. Lögreglumaður lætur einnig lífið í sprengingunni.

Sjá frétt mbl.is: Hryðju­verka­menn í Madrid dæmd­ir í 40 þúsund ára fang­elsi

Lest­ar­vagn­ar sem sprungu á Atocha lest­ar­stöðinni í Madríd.
Lest­ar­vagn­ar sem sprungu á Atocha lest­ar­stöðinni í Madríd.

7. júlí 2005, London

Fjórir menn sprengja sig upp í samræmdum árásum í neðanjarðarlestakerfi London og um borð í strætisvagni sem er á leið um borgina. 52 láta lífið og í kringum 700 særast. Al-Qaeda samtökin lýsa árásunum á hendur sér en þær eru þær skæðustu í Bretlandi síðan bandarísk farþegaþota var sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.

Sjá fréttir mbl.is:

Minnast framtíðar sem ekki varð

„Sjjj-ykur, ég er á leiðinni“

„Ókunnugir björguðu lífi mínu“

Flak stræt­is­vagns­ins sem sprengd­ur var í London.
Flak stræt­is­vagns­ins sem sprengd­ur var í London.

11.-19. mars 2012, Frakklandi

Mohamed Merah, 23 ára gamall, drepur þrjá hermenn í Toulouse og Montauban í Suður-Frakklandi. Þá drepur hann þrjú börn gyðinga og kennara í skóla í Toulouse. Merah, sem lýsti sjálfum sér sem stuðningsmanni Al-Qaeda, er skotinn til bana af lögreglu þann 22. mars eftir 32 klukkutíma umsátur við íbúðina hans.

Sjá umfjöllun mbl.is: Skotárás á gyðingaskóla í Frakklandi

Táningur er huggaður eftir að hafa orðið vitni að árásinni ...
Táningur er huggaður eftir að hafa orðið vitni að árásinni í gyðingaskólanum. Reuters

24. maí 2014, Brussel

Mehdi Nemmouche hefur skotárás í gyðingdómssafni í Brussel sem verður fjórum að bana, þar á meðal tveimur ísraelskum ferðamönnum. Hann er síðar handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.

Árás­in er sú fyrsta af þessu tagi sem bein­ist gegn gyðing­um í Belg­íu í þrjá ára­tugi og vekur ótta um nýja bylgju of­beld­is­verka vegna gyðinga­hat­urs í Evr­ópu, sem og áhyggj­ur af hryðju­verk­um af hálfu Evr­ópu­manna sem berj­ast með íslam­ist­um í Sýr­landi.

Sjá fréttir mbl.is: 

Frakkar framselja morðingjann

Búa að öðrum og fágaðri aðferðum

Lögreglubifreið við inngang gyðingdómssafns í Amsterdam í maí 2014. Öryggisgæsla ...
Lögreglubifreið við inngang gyðingdómssafns í Amsterdam í maí 2014. Öryggisgæsla var hert í kjölfar árásarinnar á safnið í Brussel. AFP

7.-9. janúar 2015, París

Tveir menn vopnaðir Kalashnikov-rifflum ryðjast inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo, sem þekkt er fyrir skopmyndir af íslam og öðrum trúarbrögðum. Tólf manns eru myrtir, þar á meðal átta teiknarar og blaðamenn auk tveggja lögreglumanna, áður en árásarmennirnir stökkva á flótta.

Næsta dag er lögreglukona drepin rétt fyrir utan París. Þá láta fjórir lífið til viðbótar þegar maður vopnaður byssu tekur gísla í matvöruverslun gyðinga. Árásarmennirnir, sem segjast hliðhollir Ríki íslams og Al-Qaeda, eru drepnir í sitthvorum skotbardaganum við lögreglu.

Sjá umfjöllun mbl.is: Vekur umræðu um tjáningarfrelsi

Þúsundir söfnuðust saman á Lýðveldistorginu í París í janúar í ...
Þúsundir söfnuðust saman á Lýðveldistorginu í París í janúar í fyrra, til að efla samstöðu sína eftir árásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. AFP

14. febrúar 2015, Kaupmannahöfn

Omar El-Hussein, 22 ára Dani af palestínskum uppruna, hefur skotárás í menningarmiðstöð í Kaupmannahöfn þar sem fram fara umræður um íslam og tjáningarfrelsi. Danskur kvikmyndatökumaður lætur lífið og þrír lögreglumenn særast.

Síðar um kvöldið drepur El-Hussein öryggisvörð fyrir utan bænahús gyðinga og særir tvo lögreglumenn til viðbótar. Er hann skotinn til bana af lögreglu fáeinum klukkutímum síðar.

Umfjöllun mbl.is: Skotárás í Kaupmannahöfn

Lögregla hafði mikla öryggisgæslu við útför Dan Uzan, annars fórnarlambs ...
Lögregla hafði mikla öryggisgæslu við útför Dan Uzan, annars fórnarlambs El-Hussein. AFP

13. nóvember 2015, París

Íslamistar vopnaðir árásarrifflum og sprengiefnum ráðast til atlögu fyrir utan Stade de France leikvanginn í París á meðan á stendur leik Frakklands og Þýskalands. Þá láta þeir einnig til skarar skríða á kaffihúsum og í Bataclan-tónleikahöllinni. Þessar samræmdu árásir verða 130 manns að bana og þá særast meira en 350 til viðbótar.

Sá síðasti hinna tíu sem að árásunum komu, hinn 26 ára Salah Abdeslam, er handtekinn í Belgíu aðeins nokkrum dögum fyrir árásirnar í Brussel í gær.

Björgunarliðar leiða harmi slegið fólk af vettvangi árásanna í París ...
Björgunarliðar leiða harmi slegið fólk af vettvangi árásanna í París í nóvember síðastliðnum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...