Minningabók fyrir fórnarlömb árásarinar

Flutningabíllinn sem ekið var inn í Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina var dregin …
Flutningabíllinn sem ekið var inn í Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina var dregin í burt í kvöld. AFP

Sérstakri minningabók hefur verið komið fyrir í ráðhúsi Stokkhólms fyrir þá sem vilja minnast fórnarlamba árásarinnar í miðborginni í dag. Verður hægt að rita nafn sitt í bókina frá og með morgundeginum, að því er fram kemur á vefsíðunni stockholmterror.se sem sænsk yfirvöld hafa opnað.

Fjórir létust í árásinni og 12 hið minnsta slösuðust, þar af 9 alvarlega. Hafa yfirvöld ekki geta útilokað að tala látinna muni hækka.

Sænska lög­regl­an handtók í kvöld mann á fer­tugs­aldri sem grunaður er um að standa að hryðju­verka­árás­inni. Maður­inn er sagður vera 39 ára gam­all Úsbeki, að því er seg­ir á vef sænska Aft­on­bla­det og á áður að hafa lýst yfir stuðningi við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert