Krefst lausnar ráðherra úr haldi

Carles Puigdemont í Brussel í Belgíu.
Carles Puigdemont í Brussel í Belgíu. AFP

Carles Pugdemont, forseti Katalóníu, hefur krafist þess að ráðherrar úr ríkisstjórn Katalóníu verði látnir lausir úr haldi spænskra yfirvalda.

Spænskur dómstóll hefur fyrirskipað að þeir sitji á bak við lás og slá á meðan rannsókn stendur yfir á aðild þeirra að baráttu Katalóníu fyrir aðskilnaði frá Spáni.

„Ég krefst þess að ráðherrarnir og varaforsetinn verði látnir lausir úr haldi,” sagði Puigdemont í yfirlýsingu.

Hann las upp yfirlýsinguna frá Belgíu þar sem hann er staddur þessa dagana.

Á meðal þeirra sem eru í haldi er Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu.

Mótmæli voru fyrir utan þinghús Katalóníu í Barselóna og telur lögreglan að fjöldi mótmælenda hafi verið 20 þúsund.

Frá mótmælunum fyrir utan þinghúsið.
Frá mótmælunum fyrir utan þinghúsið. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert