Kjörstaðir opnaðir í Katalóníu

Starfsmaður kosninganna í Katalóníu.
Starfsmaður kosninganna í Katalóníu. AFP

Kjörstaðir í Katalóníu voru opnaðir í morgun þar sem þingkosningar fara fram í héraðinu. Kosningarnar verða líklega tvísýnar ef marka má skoðanakann­an­ir því litlu munar á fylgi stuðnings­manna og and­stæðinga sjálf­stæðis í Katalón­íu.

Katalónska þingið samþykkti í lok októ­ber að lýsa yfir sjálf­stæði frá Spáni, en kosið var um sjálfs­stjórn héraðsins í þjóðar­at­kvæðagreiðslu byrj­un októ­ber. Rík­is­stjórn Spán­ar svipti Katalón­íu sjálfs­stjórn í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar og boðaði til kosn­inga í héraðinu.

Talsverð spenna er í héraðinu vegna harkalegrar framgöngu lögreglunnar í síðustu kosningum. Þá voru mótmælendur handteknir og kjörstöðum lokað. Þrátt fyrir kosningarnar telja álitsgjafar BBC að þær muni ekki leysa pólitískan vanda héraðsins. 

ERC, flokkur sjálfstæðissinna, og Borgaraflokkurinn, flokkur sameiningarsinna, berjast um forsæti á þinginu.

Kjörkassarnir eru til reiðu.
Kjörkassarnir eru til reiðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert