Grét þegar Seagal réðst á hana

Rachel Grant.
Rachel Grant. Ljósmynd/Twitter

Leikkonan Rachel Grant, sem kom meðal annars fram í James Bond-myndinni Die Another Day, sakar leikarann Steven Seagal um kynferðislegt áreiti. Segir hún Seagal hafa ráðist að sér í hótelherbergi þegar hún var í prufum fyrir mynd.

Grant segir að Seagal hafi talað dónalega við hana, rifið topp hennar niður og ýtt henni á rúm þegar hún kom í prufur fyrir myndina Out For a Kill árið 2002.

Leikkonan segir að hún hafi ekki fengið hlutverk í myndinni eftir að hún neitaði því að eitthvað kynferðislegt myndi gerast milli hennar og Seagal.

Lögfræðingar Seagal neita þessum ásökunum.

Grant segir að hún hafi farið með nokkrar línur fyrir Seagal og framleiðanda áður en Seagal bað hinn manninn að yfirgefa herbergið undir því yfirskyni að hann þyrfti að kynnast leikkonunni betur.

Þá bauð Seagal Grant upp á drykk og hóf að tala dónalega við hana. Þegar hann var búinn að rífa toppinn á henni niður og ýta henni á rúmið bað Grant hann um að gera ekkert meira.

Hún hágrét síðan þegar hann sagði að hún hlyti að vilja sjá hann fara úr fötunum. „Hann baðst afsökunar en bætti því við að það væri gott að eiga í sambandi við leikkonu sem hann vinnur með,“ sagði Grant.

„Ég baðst meira að segja afsökunar á því að hafa ekki áhuga á honum,“ bætti hún við.

Áður hafði leikkonan Portia de Rossi stigið fram og sakað Seagal um að hafa áreitt sig kynferðislega.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert