Beitir sér fyrir breytingum á byssulöggjöf

Lorena Sanabria er ein hundruða nemenda við Marjory Douglas-framhaldsskólann í Flórída sem faldi sig í kennslustofu á meðan Nikolas Cruz, fyrrverandi nemandi við skólann, skaut 17 manns til bana með hríðskotariff­li sem hann hafði keypt með löglegum hætti.

Sanabria berst nú fyrir því að löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum verði endurskoðuð og hvetur hún samnemendur sína til að beina orðum sínum beint að ríkisstjórninni og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöfinni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti fórnarlömb skotárásarinnar í gær. Hann hefur sagt að andleg veikindi árásarmannsins séu ástæða skotárásarinnar, en ekki aðgengi að vopnum. Sanabria telur að hvort tveggja hafi átt þátt í ástæðum árásarinnar.

„Ég held að uppruna vandans megi rekja til þess hve auðvelt er að komast yfir vopn. Ég er ekki að segja að koma eigi alfarið í veg fyrir aðgang að vopnum, en breytið stefnunni, gerið það.“

Blómum og krossum hefur verið komið fyrir á girðingu í ...
Blómum og krossum hefur verið komið fyrir á girðingu í grennd við skólann til minningar um þá sem létust í skotárásinni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...