Beitir sér fyrir breytingum á byssulöggjöf

Lorena Sanabria er ein hundruða nemenda við Marjory Douglas-framhaldsskólann í Flórída sem faldi sig í kennslustofu á meðan Nikolas Cruz, fyrrverandi nemandi við skólann, skaut 17 manns til bana með hríðskotariff­li sem hann hafði keypt með löglegum hætti.

Sanabria berst nú fyrir því að löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum verði endurskoðuð og hvetur hún samnemendur sína til að beina orðum sínum beint að ríkisstjórninni og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöfinni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti fórnarlömb skotárásarinnar í gær. Hann hefur sagt að andleg veikindi árásarmannsins séu ástæða skotárásarinnar, en ekki aðgengi að vopnum. Sanabria telur að hvort tveggja hafi átt þátt í ástæðum árásarinnar.

„Ég held að uppruna vandans megi rekja til þess hve auðvelt er að komast yfir vopn. Ég er ekki að segja að koma eigi alfarið í veg fyrir aðgang að vopnum, en breytið stefnunni, gerið það.“

Blómum og krossum hefur verið komið fyrir á girðingu í ...
Blómum og krossum hefur verið komið fyrir á girðingu í grennd við skólann til minningar um þá sem létust í skotárásinni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina