Fjórðungur fallinna eru börn

Lík barns sem lést í sprengjuárás stjórnarhersins í Douma.
Lík barns sem lést í sprengjuárás stjórnarhersins í Douma. AFP

Meira en 350 þúsund manns hafa fallið í stríðinu í Sýrlandi sem nú hefur staðið yfir í sjö ár. Þjáningar heillar þjóðar eru ólýsanlegar. Á þessum sjö árum voru flest börn drepin í fyrra eða helmingi fleiri en árið á undan. Í ár hafa þegar yfir 1.000 börn verið drepin eða þau særst í árásunum. Átök eru nú helsta dánarorsök unglinga í landinu.

Varað er við myndunum sem birtast hér að neðan.

„Ég fór út að leika mér í snjónum með frænda mínum. Sprengja féll. Ég sá hönd frænda míns fljúga fyrir framan mig. Ég missti báða fæturna. Tveir frændur mínir dáu og annar frændi minn missti báða fæturna,“ segir Sami sem er nú fjórtán ára og hefst við í flóttamannabúðum í Jórdaníu.

 Um fjórðungur þeirra sem fallið hafa í stríðinu í Sýrlandi eru börn. Flest falla þau í sprengjuárásum. 

Þeir Sýrlendingar sem náð hafa að flýja land sitt halda flestir til í nágrannalöndunum eða um 90% þeirra. Þessi lönd eru oft sjálf með veika innviði og hefur flóttamannafjöldinn margfaldað álag á allar stofnanir, ekki síst sjúkrahús.

En þrautseigja barnanna er mikil líkt og fram kemur í yfirliti UNICEF um stöðu þeirra í Sýrlandi. „Þrátt fyrir áverka og hrakningar þá er þrautseigju barnanna engin takmörk sett,“ segir Geert Cappelaere, yfirmaður verkefna UNICEF í Miðausturlöndum. „Þegar börn sem hafa örkumlast og fjölskyldur þeirra fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þarfnast þá hafa þau rutt hindrunum úr vegi og náð einstökum áföngum í því að endurheimta barnæskuna, virðinguna og drauma sína.“

En hinu grimmilega stríði verður að ljúka, segir UNICEF og tekur þar með undir kröfur fjölda alþjóðlegra stofnana. „Hættið að brjóta alvarlega gegn börnum með því að drepa þau, limlesta, láta þau taka þátt í átökunum, ráðast á skóla og sjúkrahús,“ segir m.a. í kröfugerð UNICEF til stríðandi fylkinga í landinu. „Finnið pólitíska lausn til að binda endi á stríðið og afléttið öllum takmörkunum á flutningi neyðargagna til fólksins.“

Varað er við myndunum sem birtast hér að neðan.

Aðstandendur standa yfir líki stúlku í bænum Zamalka í austurhluta ...
Aðstandendur standa yfir líki stúlku í bænum Zamalka í austurhluta Ghouta-héraðs. Stúlkan féll í loftárásum Sýrlandshers. AFP
Lík tveggja barna sem fórust í árásum í þorpinu Kafr ...
Lík tveggja barna sem fórust í árásum í þorpinu Kafr Batna í Ghouta-héraði liggja á bráðabirgðasjúkrahúsi. AFP
Lík barns á gólfi bráðabirgðasjúkrahúss í borginn Douma í Ghouta-héraði.
Lík barns á gólfi bráðabirgðasjúkrahúss í borginn Douma í Ghouta-héraði. AFP
Ástvinur ungs drengs syrgir hann á bráðabirgðasjúkrahúsi í borginni Douma ...
Ástvinur ungs drengs syrgir hann á bráðabirgðasjúkrahúsi í borginni Douma þar sem hann lést í loftárás. AFP
Sjálfboðaliðar grafa eftir fólki í rústum húss sem hrundi í ...
Sjálfboðaliðar grafa eftir fólki í rústum húss sem hrundi í loftárás í Ghouta. AFP
Ástvinur syrgir barn sem lést í þorpinu Kafr Batna í ...
Ástvinur syrgir barn sem lést í þorpinu Kafr Batna í Ghouta. AFP
Maður tekur mynd af barnslíki í líkhúsi í Douma.
Maður tekur mynd af barnslíki í líkhúsi í Douma. AFP
Faðir heldur á líki dóttur sinnar sem féll í loftárásum ...
Faðir heldur á líki dóttur sinnar sem féll í loftárásum í Douma. AFP
Faðir kyssir lík barns síns í bænum Zamalka í Ghouta.
Faðir kyssir lík barns síns í bænum Zamalka í Ghouta. AFP
Ungir drengir horfast í augu við hlið lík barns sem ...
Ungir drengir horfast í augu við hlið lík barns sem féll í árásum í bænum Arbin í Ghouta. AFP
mbl.is
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...