Puig­demont áfram í varðhaldi í Þýskalandi

Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íu­héraðs.
Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íu­héraðs. AFP

Dómstóll í norðurhluta Þýskalandi úrskurðaði í dag að Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íu­héraðs, muni sitja áfram í varðhaldi í Þýskalandi.

Þýska lög­regl­an hand­tók Puig­demont í gær á grund­velli evr­ópskr­ar hand­töku­til­skip­un­ar. Spænsk stjórnvöld hafa farið fram á að Puidgemont verði framseldur til Spánar. Hann verður áfram í varðhaldi í Þýskalandi þar til stjórnvöld hafa tekið afstöðu til framsalsbeiðninnar. Ákvörðunin þarf að liggja fyrir innan tveggja mánaða.

Puig­demont hef­ur verið í sjálf­skipaðri út­legð í Belg­íu frá því katalónska þingið lýsti ein­hliða yfir sjálf­stæði frá Spáni í októ­ber.

Fjölmenn mótmæli brutust út í Katalóníu í gær þegar fregnir bárust af því að forsetinn fyrrverandi hefði verið handtekinn. Talið er að rúmlega fimmtíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Að minnsta kosti 50 slösuðust í átökum við vopnaða lögreglumenn.

Puigdemont situr í varðhaldi í Neumuenster í norðurhluta Þýskalands. Borða …
Puigdemont situr í varðhaldi í Neumuenster í norðurhluta Þýskalands. Borða með áletruninni: Frelsið Puigdemont hefur verið komið fyrir á grindverki fyrir utan fangelsið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert