„Forarpyttur pólitískrar hlutdrægni“

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna „forarpytt pólitískrar hlutdrægni“ þegar hún tilkynnti formlega um úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu á fundi með fjölmiðlafólki í Washington í kvöld.  

„Við stígum þetta skref þar sem við eigum ekki samleið með hræsnisfullum og sjálfhverfum samtökum sem hafa mannréttindi að háði og spotti,“ sagði Haley meðal annars.

Áætlanir Bandaríkjanna um úrsögn úr ráðinu voru kynntar fyrr í dag og þykir ákvörðunin ekki koma á óvart. Banda­rík­in hafa sakað aðild­ar­ríki ráðsins um rót­gróna for­dóma í garð Ísra­els­rík­is og þá hafa fulltrúar Bandaríkjanna í ráðinu einnig sagt að í ráðinu sitji fulltrúar ríkja sem brjóta ítrekað á réttindum þegna sinna.

Ákveðinn vendipunktur varð svo í síðustu viku þegar ráðið fordæmdi stjórnvöld í Ísrael fyrir framgöngu Ísraelshers á landamærum Ísraels og Gaza með 120 atkvæðum gegn átta.

Bandaríkin verði áfram leiðandi í mannréttindamálum

Haley, ásamt Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem einnig sat fundinn, halda því hins vegar fram að Bandaríkin verði áfram leiðandi ríki í mannréttindamálum.

Úrsögnin kemur á sama tíma og ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af erindreka Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum þar sem börn­ hafa verið aðskil­in frá for­eld­um sín­um við kom­una til Banda­ríkj­anna.  

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Mike Pompeo, ...
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynntu um úrsögn Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fréttamannafundi í kvöld. AFP
mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Vinningar upp í 6 milljónir!!!
Nú eru komnir skafmiðar með vinningum upp í 6 milljónir!!! Farðu á * www.superl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...