May heimsækir Macron í bústaðinn

Emmanuel Macron og Theresa May. Þau munu funda á föstudag.
Emmanuel Macron og Theresa May. Þau munu funda á föstudag. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur á móti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í forsetabústaðnum í Bregancon á föstudaginn, þar sem Macron og eiginkona hans Birgitte eyða sumarfríinu.

Skrifstofa Frakklandsforseta greindi frá fundi þjóðarleiðtoganna tveggja, en þau ætla að snæða saman ásamt mökum sínum kvöldverð að fundi loknum á föstudag. Skrifstofa Macrons greindi ekki frá nákvæmum dagskráratriðum fundarins, en ljóst er að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu verður í brennidepli þar sem May reynir nú að afla stuðnings fyrir sáttamiðaðri úrsögn Bretlands úr sambandinu.

Í síðustu viku hafnaði Michel Barnier, yfirsamningamaður Evróusambandsins, beiðni May um að halda landamærum milli Írlands og Bretlands opnum, og landamærin yrðu ekki „hörð landamæri“ sem geti skaðað verslunarsamband milli ríkjanna tveggja.

Með May í för verður eiginmaður hennar Philip, en May verður fyrsti erlendi þjóðhöfðingi til þess að heimsækja forsetabústaðinn í Bregancon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert