Réðst á Madsen í fangelsinu

Peter Madsen.
Peter Madsen. AFP

Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á morðingjann Peter Madsen í Storstrøm-fangelsinu í Danmörku þar sem þeir afplána báðir dóm. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í fangelsi fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall.

Samkvæmt því sem fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag átti árásin sér stað á miðvikudagskvöld. Hlaut Madsen áverka í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og er kominn aftur í fangelsið.

Frétt norska ríkisútvarpsins um málið.

Ár er í dag liðið frá því að Madsen myrti Wall með hrottafengnum hætti um borð í kafbáti sínum. Hann var þann 25. apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...