Réðst á Madsen í fangelsinu

Peter Madsen.
Peter Madsen. AFP

Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á morðingjann Peter Madsen í Storstrøm-fangelsinu í Danmörku þar sem þeir afplána báðir dóm. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í fangelsi fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall.

Samkvæmt því sem fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag átti árásin sér stað á miðvikudagskvöld. Hlaut Madsen áverka í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og er kominn aftur í fangelsið.

Frétt norska ríkisútvarpsins um málið.

Ár er í dag liðið frá því að Madsen myrti Wall með hrottafengnum hætti um borð í kafbáti sínum. Hann var þann 25. apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...