Réðst á Madsen í fangelsinu

Peter Madsen.
Peter Madsen. AFP

Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á morðingjann Peter Madsen í Storstrøm-fangelsinu í Danmörku þar sem þeir afplána báðir dóm. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í fangelsi fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall.

Samkvæmt því sem fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag átti árásin sér stað á miðvikudagskvöld. Hlaut Madsen áverka í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og er kominn aftur í fangelsið.

Frétt norska ríkisútvarpsins um málið.

Ár er í dag liðið frá því að Madsen myrti Wall með hrottafengnum hætti um borð í kafbáti sínum. Hann var þann 25. apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

mbl.is
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...