Óttast að efnavopnum verði beitt

AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman á föstudag til að ræða ástandið í Idlib-héraði í Sýrlandi, en Rússar hófu að varpa sprengjum á héraðið í morgun eftir þriggja vikna hlé. Idlib-hérað er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. AFP-fréttastofan greinir frá.

Bandaríkin, sem fara með formennsku í ráðinu, hafa kallað til fundar til að ræða möguleikann á því að stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra hersveita, beiti efnavopnum gegn uppreisnarmönnum og almennum borgurum á svæðinu. Þetta segir Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna í ráðinu.

„Það sem er að gerast núna er að forsetinn biður Írana og Rússa að halda sig fjarri. Að þeir láti ekki koma til efnavopnaárásar á fólkið í Idlib. Ef efnavopnum verður beitt munu Bandaríkin bregðast við,“ segir Haley.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði stjórnvöld í Sýrlandi við því í gær að gera árás á héraðið með aðstoð Rússa og Íraka. Sagði hann að slík árás gæti hrundið af stað hörmungum sem ekki hefðu sést áður á þeim sjö árum sem stríðið í Sýrlandi hefur varað. Sameinuðu þjóðirnar, ásamt ýmsum hjálparsamtökum, höfðu áður varað við því sama.

mbl.is
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...