Mikil spenna í Svíþjóð

Kjörseðlanir taldir.
Kjörseðlanir taldir. AFP

Búið er að telja atkvæði í 4.500 af 6.000 héruðum Svíþjóðar og samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar eru Sósíaldemókratar með 28,1% atkvæða. Hægriflokkurinn Moderaterna er næststærsti flokkurinn með 19,5% og Svíþjóðardemókratarnir, flokkur þjóðernissinna, þriðji stærsti flokkurinn með 17,8% talinna atkvæða.

Rauðgræna blokkin svokallaða, sem situr nú í minnihlutastjórn, er með um 40,7% atkvæða en miðhægriflokkarnir um 40,2% atkvæða. 

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata, sést hér mæta …
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata, sést hér mæta á kosningavöku flokksins ásamt eiginkonu sinni Ulla Löfven AFP

Mikill áhugi er á þingkosningunum sem fara nú fram í Svíþjóð. Búist er við að lokatölur verði birtar um kl. 23 í kvöld að sænskum tíma, eða kl. 21 að íslenskum tíma. 

Líklegt þykir að niðurstaða kosninganna leiði til mikillar óvissu í stjórnmálum Svíþjóðar. Hugsanlegt er að mynduð verði veik minnihlutastjórn eða stjórnarkreppa verði til þess að kjósa þurfi aftur.

Verði Sósíaldemókratar áfram stærsti flokkurinn er talið líklegt að leiðtogi hans, Stefan Löfven forsætisráðherra, reyni að mynda nýja minnihlutastjórn með Umhverfisflokknum. Hugsanlegt er einnig að Löfven leiti eftir stjórnarsamstarfi við tvo flokka í mið- og hægribandalaginu, þ.e. Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn.

Ulf Kristersson leiðtogi Moderaterna.
Ulf Kristersson leiðtogi Moderaterna. AFP

Svíþjóðardemókratarnir hafa sagt að ef Löfven myndi nýja minnihlutastjórn ætli þeir að reyna að fella hana, t.a.m. þegar atkvæði verði greidd um ný fjárlög síðar á árinu.

Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, vonast til að geta myndað ríkisstjórn eftir kosningarnar með samstarfsflokkunum þremur. Hann myndi þá líklega þurfa að tryggja stjórninni stuðning Svíþjóðardemókratanna á þinginu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert