Segir Evrópu tilheyra Evrópubúum

Dalai Lama á ráðstefnunni í Malmö.
Dalai Lama á ráðstefnunni í Malmö. AFP

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, segir „Evrópu tilheyra Evrópubúum“ og að flóttafólk ætti að snúa til heimalanda sinna og aðstoða við enduruppbyggingu þeirra.

Þetta sagði hann á ráðstefnu í Malmö í Svíþjóð í dag. Í Malmö er stórt samfélag innflytjenda. Dalai Lama, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989, segir að Evrópu beri siðferðisleg skylda til að hjálpa flóttafólki sem raunverulega er í hættu statt. „Að taka við því, að hjálpa því, mennta það en að lokum ætti það að snúa aftur til síns lands.“

Dalai Lama er 83 ára. Hann flúði sitt heimaland, Tíbet, er hann taldi ógn steðja að lífi sínu er Kínverjar sendu hermenn þangað til að berja uppreisn á bak aftur.

„Mér finnst Evrópa tilheyra Evrópubúum,“ sagði hann og að þeir ættu að gera flóttafólki það skýrt að það ætti á endanum að aðstoða við að byggja upp sín heimalönd.

Ræðu sína hélt Dalai Lama þremur dögum eftir að Svíþjóðardemókratar náðu góðum kosningasigri á sænska þinginu. Flokkurinn er sá þriðji stærsti í Svíþjóð.

mbl.is