Meintur samverkamaður fékk viku gæsluvarðhald

Héraðsdóm­ur Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø.
Héraðsdóm­ur Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø. Ljósmynd/Andrea Dahl/iFinnmark

Báðir mennirnir sem norska lögreglan er með í haldi vegna dauða íslensks sjómanns í Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Norska ríkisútvarpið NRK greindi frá því fyrir skemmstu að lögregla hefði fengið samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir meintum samverkamanni Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­sonar, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálf­bróður sinn.

Mennirnir voru báðir leiddir fyrir dómara í gærkvöldi og var búið að greina frá því að Gunn­ar hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø. Gunn­ar kvaðst samþykk­ur úr­sk­urðinum þegar héraðsdóm­ari innti hann álits.

Meintur samverkamaður Gunnars hefur neit­að staðfast­lega að hafa komið ná­lægt mál­inu og brást ókvæða við einn­ar viku gæslu­v­arðhalds­kröfu lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert