Manning stungið aftur fangelsi

Chelsea Manning ræðir við fréttamenn fyrr í dag.
Chelsea Manning ræðir við fréttamenn fyrr í dag. AFP

Chelsea Manning hefur verið stungið aftur í fangelsi eftir að hún neitaði að bera vitni fyrir framan dómstól sem talið er að sé að rannsaka Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Andy Stepanian, talsmaður lögfræðiteymis Manning, segir að hún hafi verið flutt aftur í varðhald fyrir að sýna dómstólnum lítilsvirðingu.

Manning þurfti að dúsa í sjö ár í herfangelsi fyrir að hafa lekið bandarískum leyndarmálum til Wikileaks árið 2010. Hún sat einnig í tvo mánuði í viðbót í fangelsi í Virginíu fyrr á þessu ári fyrir að sýna dómstólnum lítilsvirðingu.

Manning hafði áður greint frá því að hún ætlaði sér aftur að neita því að bera vitni í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert