Allir ráðherrar FPÖ segja af sér

Heinz-Christian Strache, varakanslari Austurríkis og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér …
Heinz-Christian Strache, varakanslari Austurríkis og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér embætti um helgina í kjölfar svonefnds Ibiza-hneykslis. AFP

Allir ráðherrar austurríska frelsisflokksins (FPÖ) hafa sagt af sér embætti og þannig komið stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna í uppnám.

Leiðtogi flokksins, varakanslarinn Heinz-Christian Strache, sagði af sér um helgina í kjölfar svonefnds Ibiza-hneykslis­, þar sem hann gerðist uppvís um að bjóða fyr­ir­tækj­um hlunn­indi gegn stuðningi í póli­tísk­um er­ind­um.

Kansl­ari Aust­ur­rík­is, Sebastian Kurz, hef­ur boðað til kosn­inga, en flokkur kanslarans, austurríski Þjóðarflokkurinn, og flokkur Strache, mynduðu ríkisstjórn landsins.

Helmingur ráðherraembætta var í höndum FPÖ-flokksins, sem er lengra til hægri á stjórnmálásnum en Íhaldsflokkurinn. Þeir ráðherrar sem segja af sér eru meðal annars utanríkisráðherrann, varnarmálaráðherra, samgönguráðherra og félagsmálaráðherra.

Áður en upp komst um hneykslið var búist við að flokkurinn fengi um 20% atkvæða í komandi kosningum til Evrópuþingsins.

Frétt BBC

mbl.is