Eldflaugatilraunir N-Kóreu halda áfram

Flugskeytin flugu um 380 kílómetra áður en þau höfnuðu í …
Flugskeytin flugu um 380 kílómetra áður en þau höfnuðu í Austurhafi. AFP

Her Norður-Kóreu skaut tveimur skammfleygum flugskeytum á loft í nótt og höfnuðu þau á hafi úti samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu sem fylgjast grannt með nágrönnum sínum.

Flugskeytin flugu um 380 kílómetra áður en þau höfnuðu í Austurhafi, en þau náðu mest 97 kílómetra hæð.

„Her okkar fylgist með hreyfingum í norðri ef fleiru verður skotið á loft,“ segir talsmaður yfirvalda í Suður-Kóreu, en nágrannar þeirra hafa framkvæmt hið minnsta sjö eldflaugatilraunir frá því í júlí. 

Eld­flauga­tilraun­ir rík­is­ins eru að sögn sér­fræðinga hugsaðar til þess að þrýsta á Banda­ríkja­menn og ná­grann­ana í Suður-Kór­eu um að setja auk­inn kraft í viðræðum um kjarn­orku­mál og sömu­leiðis til þess að mótmæla sam­eig­in­legri heræf­ingu ríkj­anna við Kóru­skag­ann, sem lauk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert