Reiðubúinn að funda með forseta Írans

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er reiðubúinn að funda með Hassan Rouhani Íransforseta án nokkurra skilyrða. Trump vill þó halda áfram að setja „mikla pressu“ á stjórnvöld í Teheran, samkvæmt Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Sam­skipti Banda­ríkj­anna og Írans hafa verið eld­fim frá því að Banda­ríkja­stjórn dró ríkið úr samn­ingi um kjarn­orku­áætl­un Írans sem und­ir­ritaður var 2015 en Trump hef­ur inn­leitt nýj­ar refsiaðgerðir gegn Íran.

„Forsetinn hefur gert það ljóst að hann myndi glaður funda án skilyrða. Við höldum hins vegar pressunni áfram,“ sagði Mnuchin í dag.

mbl.is