Ók inn í hóp mótmælenda og banaði barni

Fjögurra ára gamalt barn lést í mótmælum í Síle í dag. Átök hafa staðið yfir víðs vegar í landinu frá því á föstudag vegna hækkaðs verðs á lest­armiðum. Hækk­un­in var dreg­in til baka en það dugði ekki til og hef­ur al­menn­ing­ur síðan mót­mælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu.

Fram kemur í frétt AFP að barnið hafi verið í fylgd forráðamanns í hópi mótmælenda þegar ölvaður ökumaður ók inn í hópinn. Maðurinn og barnið létu lífið ásamt einum til viðbótar. Alls hafa 18 látið lífið í mótmælunum frá því að þau hófust fyrir helgi. 

Sebastian Piñera, for­seti Síle, lagði í gær­kvöldi til fé­lags­leg­ar um­bæt­ur, en mark­mið þeirra er að binda enda á mót­mælin í land­inu. Heyra má tillögur forsetans í myndskeiðinu hér að ofan, en meðal þess sem hann lagði til var að skatt­ar á raf­magn yrðu fryst­ir, lág­marks­líf­eyr­ir hækkaði um 20% og að ríkið stæði straum af kostnaði við dýr­ar læknaaðgerðir.

Átök hafa staðið yfir í Síle frá því á föstudag …
Átök hafa staðið yfir í Síle frá því á föstudag vegna hækkaðs verðs á lestarmiðum. Hækk­un­in var dreg­in til baka en það dugði ekki til og hef­ur al­menn­ing­ur mót­mælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu. AFP
mbl.is