Þingið hafnaði tillögu Johnson

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breska þingið hafnaði tillögu Boris Johnson um nýjar kosningar 12. desember. Þessi niðurstaða kom ekki á óvart en hann hafði hvatt þing­menn Verka­manna­flokks­ins til að styðja hana en fengið litl­ar und­ir­tekt­ir.

Tillöguna samþykktu 299 samþykktu og 70 voru á móti en 2/3 af 650 þingmönnum þurfa að samþykkja tillöguna ef ganga á til kosninga. Eftir atkvæðagreiðsluna lét Johnson þau orð falla að þingið væri þegar orðið óvirkt og að það gæti ekki lengur haldið þjóðinni í gíslingu. 

Johnson hyggst engu að síður leggja fyrir aðra tillögu sem krefst eingöngu meirihluta þingmanna. Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu í morg­un að fresta út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu um þrjá mánuði, til 31. janú­ar. Áður stóð til að Bret­ar myndu yf­ir­gefa ESB 31. októ­ber.

mbl.is