Fangaverðirnir verði ákærðir

Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein.
Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein. AFP

Tveir fangaverðir, sem voru á vakt þegar auðjöfurinn og kynferðisglæpamaðurinn Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa sínum, verða í dag leiddir fyrir dómara í New York þar sem búist er við því að þeir verði ákærðir, samkvæmt heimildum New York Times

Verði ákærurnar að veruleika eru þær þær fyrstu í tengslum við rannsóknina á andláti Epstein.

Heimildir NYT herma ýmist að mennirnir tveir hafi þegar verið handteknir eða að þeir verði handteknir síðar í dag. Þeir áttu að fylgjast með Epstein á hálftíma fresti en gerðu ekki.

Epstein hafði sætti gæsluvarðhaldi í um mánuð á meðan hann beið réttarhalda í máli þar sem hann var grunaður um mansal í vændisskyni þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum. Réttarlæknir New York úrskurðaði andlát hans sjálfsvíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert