Endurskoði ferðalög til Kína

Bandaríkjamenn eru hvattir til að endurskoða ferðir til Kína.
Bandaríkjamenn eru hvattir til að endurskoða ferðir til Kína. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið hvetur þarlenda ferðamenn til að endurskoða áætlanir um ferðalög til Kína vegna kórónaveirunnar en alvarleg lungnasýkingin á upptök sín í Kína.

Tæp­lega 3.000 hafa sýkst af veirunni, svo vitað sé, og að minnsta kosti 82 lát­ist. Uppruna sýkingarinnar má rekja til borgarinnar Wuhan í Kína.

Ráðuneytið varaði ferðalanga enn fremur við því að ferðast til Hubei-héraðs en Wuhan er í því héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert