Nepal bannar ferðir á Everest

Mount Everest.
Mount Everest. AFP

Yfirvöld í Nepal hafa bannað fjallgöngumönnum að klífa öll fjöll á svæðinu í vor, þar á meðal Everest, vegna kórónuveirunnar.

Þetta er mikið áfall fyrir ferðamannaiðnaðinn í landinu, sem þénar 4,4 milljónir bandaríkjadala á ári með því að selja leyfi til fjallgöngumanna. Skipuleggjendur ferða upp Everest verða einnig af miklum tekjum.

Kínversk yfirvöld ákváðu í gær að banna umferð upp norðurhlið Everest og staðan er því þannig núna að enginn getur komist á hæsta tind veraldar á næstunni.

Nepal, sem er enn að jafna sig eftir jarðskjálfta sem gekk yfir landið árið 2015, hafði vonast eftir því að laða í fyrsta sinn um tvær milljónir ferðamanna til landsins á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert