232 dauðsföll síðasta sólarhringinn

Heilbrigðisstarfsmenn í Moskvu.
Heilbrigðisstarfsmenn í Moskvu. AFP

Alls lét­ust 232 af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi síðasta sól­ar­hring­inn og hafa dauðsföll­in aldrei verið jafn mörg þar á ein­um degi.

Aft­ur á móti hef­ur ný­skráðum staðfest­um smit­um fækkað og voru þau tæp­lega 8.600 tals­ins.

Alls eru 4.374 látn­ir af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi og staðfest smit eru 387.448 tals­ins. Staðfest smit eru eingöngu fleiri í Bandaríkjunum og Brasilíu.

Efasemdir eru uppi um talningu Rússa en þeir telja fórnarlömb veirunnar einungis þar sem hægt er að rekja dauðsfallið beint til veirunn­ar; líkt og þegar fólk fær lungna­bólgu og deyr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert