Barn lést úr kórónuveirunni í Sviss

AFP

Lítið barn er látið úr kórónuveirunni í Sviss samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Þetta er fyrsta barnið sem deyr úr veirunni þar í landi.

Tvö ný dauðsföll voru skráð í landinu síðasta sólarhringinn þar á meðal barnið að sögn Stefan Kuster, sóttvarnalæknis Sviss. Hann upplýsti ekki um aldur barnsins annað en að það hafi verið ungt. 

Alls eru rúmlega 30.700 staðfest COVID-19 í Sviss og af þeim eru 1.656 látnir.

Frá blaðamannafundi svissneskra yfirvalda

mbl.is