Í útlegð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Jóhann Karl ásamt Soffíu drottningu á síðasta ári.
Jóhann Karl ásamt Soffíu drottningu á síðasta ári. AFP

Fyrrum konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur dvalist í útlegð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðan 3. ágúst síðastliðinn vegna ásakana spænskra yfirvalda um spillingu. Mörgum kom það í opna skjöldu þegar Jóhann Karl tilkynnti það um daginn að hann ætlaði að flýja Spán og fara í útlegð annars staðar um hríð. Síðan þá hefur ekki verið vitað hvar konungurinn fyrrverandi væri niðurkominn en nú hefur spænska konungshöllin staðfest að hann dveljist í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. BBC greinir frá.

Jóhann Karl er til rannsóknar hjá svissneskum saksóknurum vegna leyndra auðæfa hans í Sviss. Rannsóknin snýr að hvort gjöf Jóhanns Karls upp á 100 milljónir dollara til handa konungs Sádi Arabíu hafi tengst því að gerður var samningur við spænskt fyrirtæki uppá 6,7 milljarða evra um byggingu hraðlestar frá Medínu til Mekka í Sádi-Arabíu.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert