Gætu þurft að loka krám og veitingastöðum

Fólk að snæðingi á Englandi í gær. Nú er útlit …
Fólk að snæðingi á Englandi í gær. Nú er útlit fyrir að veitingastöðum og krám verði lokað vegna útbreiðslu veirunnar. AFP

Bresk stjórnvöld skoða nú aðgerðir á Englandi sem gætu haft þær afleiðingar að veitingastöðum, krám, skemmtistöðum og frekari sambærilegri starfsemi yrði lokað. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita á Englandi. 

Stutt tímabil aðgerða innanlands sem mun líklega standa yfir í nokkrar vikur gæti verið tilkynnt í næstu viku, að því er heimildir BBC herma. 

Skólar og flestir vinnustaðir ættu að geta verið opnir þessar vikur. 

Vilja forðast harðari aðgerðir

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að víðtæk lokun innanlands væri síðasta úrræðið. Hann segir að ríkisstjórnin vilji forðast slíkt en væri tilbúin í það ef tala smitaðra heldur áfram að hækka. 

Hancock sagði fjölda tilfella vera að aukast hratt og það væri afar brýnt að Bretar fylgdu fyrirmælum um nálægðartakmörk og annað. 

„Ef við gerum það getum við forðast að grípa til harðari aðgerða,“ segir Hancock. 

Rúmlega 380.000 smit kórónuveiu hafa verið staðfest í Bretlandi og 41.705 fallið frá vegna hennar. Í gær létust 21 og 3.395 greindust smitaðir. 

Breska rík­is­stjórn­in kynnti í gær hert­ar aðgerðir gegn kór­ónu­veirunni fyr­ir norðaust­ur­hluta Eng­lands, í kjöl­far bylgju kór­ónu­veiru­smita á svæðinu.

mbl.is