Blair fordæmir brotthvarf hersins

Samstöðumótmæli með borgurum Afganistan í London í dag.
Samstöðumótmæli með borgurum Afganistan í London í dag. AFP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi í dag „að Bandaríkjamenn yfirgefi Afganistan“ og sagði ákvörðunina óþarfa og hættulega.

Bretland tók þátt í stríði í Afganistan ásamt Bandaríkjunum árið 2001 undir stjórn Tonys Blairs. 

Í þessum fyrstu opinberu athugasemdum sínum um ástandið frá því Afganistan féll í hendur talíbana um síðustu helgi gagnrýndi Blair að hvatir Bandaríkjanna fyrir afturkölluninni væru „ósvífnar“ og „ekki drifnar áfram af mikilli hugsjón heldur stjórnmálum“.

„Brothvarf Bandaríkjanna frá Afganistan og íbúum þess er hörmuleg, hættuleg, óþörf, ekki í þágu þeirra og ekki okkar,“ skrifaði Blair í viðamikilli grein sem birtist á vefsíðu hans. 

Víða er litið á ummæli Blairs sem beina árás á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert