Tilraun til að koma höggi á hann

Babis segir að reynt sé að koma höggi á hann …
Babis segir að reynt sé að koma höggi á hann vegna kosninganna. AFP

Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, segir að leki á skjölum um fjármál hans, sem eru hluti af Pandóruskjölunum svokölluðu, sé tilraun til að koma höggi á hann vegna kosninganna í Tékklandi 8.-9. október næstkomandi. En Babis sækist þar eftir endurkjöri. BBC greinir frá.

Í skjölunum  kemur fram að forsætisráðherrann hafi keypt tvö glæsihýsi í Cannes í Frakklandi fyrir 12 milljónir punda í gegnum aflandsfélag. Babis segist hins vegar ekki hafa gert „neitt ólöglegt“. Hann hefur ítrekað talað um það á sínum ferli að hann sé mótvægi við evrópska elítu. Að bæði hann og fyrirtæki hans fari að lögum og greiði skatta í Tékklandi.  

Tæplega 12 milljónum leynilegra skjala var lekið um helgina, en þau innihalda meðal annars gögn um fjármál 35 núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtoga þar sem fram koma upplýsingar frá aflandsfélögum. Um er að ræða einn stærsta leka á fjármálaupplýsingum í sögunni.

mbl.is