Samband Kína og Taívan ekki verið verra í 40 ár

Taívan fagnar þjóðhátíðardegi ríkisins 10. október næstkomandi.
Taívan fagnar þjóðhátíðardegi ríkisins 10. október næstkomandi. AFP

Varnarmálaráðherra Taívan, Chiu Kuo-cheng, segir spennu milli ríkisins og Kína ekki hafa verið meiri í 40 ár. Metfjöldi herflugvéla á vegum Kína hefur rofið lofthelgi Taívan en það vekur áhyggjur af mögulegri innrás frá Kína sem telur eyríkið enn þá tilheyra sér.

Hætta á slysaskotum 

BBC hefur eftir Chiu Kuo-cheng að þegar svo mörgum flugvélum sé flogið í gegnum lofthelgi Taívan sé hætt við slysaskotum frá taívanska hernum.

Chui Kuo-cheng segir það fyrirséð að árið 2025 muni Kína hafa burði til þess að taka yfirráð í ríkinu en ráðherrann var að bera vitni fyrir þingnefnd um fjárútlát fyrir herinn en Chui vildi bolmagn til þess að smíða fleiri skotflaugar og herskip.

Sérfræðingar segja yfirvöld í Peking óttast opinbera sjálfstæðiyfirlýsingu frá Tsai Ing-wen og að þau muni svífast einskis til að stöðva hana í því.

mbl.is