Gengi rúblunnar féll um tæp 30 prósent

Kona á gangi í Moskvu.
Kona á gangi í Moskvu. AFP

Gengi rússnesku rúblunnar féll um næstum 30 prósent gagnvart Bandaríkjadal í morgun eftir að þjóðir heimsins hertu refsiaðgerðir sínar gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Rússneski gjaldmiðillinn hefur aldrei verið eins veikur og núna.

Stutt er síðan Bandaríkjamenn og Evrópusambandið bönnuðu sumum af bönkum landsins að notast við alþjóðlega greiðslukerfið Swift.

Einnig voru þeir Vladimír Pútín Rússlandsforseti og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov beittir refsiaðgerðum, sem og rússneski seðlabankinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert