Látin eftir sprengingu í Birmingham

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar var um gassprenginu að ræða og þyrfti …
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar var um gassprenginu að ræða og þyrfti að rýma nærliggjandi hús vegna þess en nokkur þeirra skemmdust töluvert. AFP

Slökkviliðsmenn hafa hrósað viðbrögðum almennings við gassprengingu sem varð í Birmingham á Englandi í gærkvöldi þar sem kona fannst látin og karlmaður alvarlega slasaður.

Bæði voru þau í húsinu þar sem sprengingin varð en fjórir sem voru í nágrenninu slösuðust einnig, ekki alvarlega þó.

Talsmaður slökkviliðs á svæðinu segir að almennir borgarar hafi þegar byrjað að hlúa að fólki þegar þeir komu á slysstaðinn en á þriðja tugi þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna sprengingarinnar.

Slösuðum var einnig komið fyrir á krá í nágrenninu á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar var um gassprengingu að ræða og þyrfti að rýma nærliggjandi hús vegna þess en nokkur þeirra skemmdust töluvert.

Umfjöllun BBC.

mbl.is