Jones dæmdur til að greiða 49 milljónir dala í bætur

Jone þarf að greiða rúmlega 49 milljónir bandaríkjadala.
Jone þarf að greiða rúmlega 49 milljónir bandaríkjadala. Win Mcnamee/Getty Images North America/AFP

Kviðdómur í Texas hefur gert útvarpsmanninum Alex Jones að greiða rúmlega 49 milljónir bandaríkjadala í bætur til foreldra drengs sem var myrtur í Sandy Hook skotárásinni í Bandaríkjunum árið 2012. Bæturnar nema um 6,8 milljörðum íslenskra króna. 

BBC greinir frá. 

Jones var sakfelldur vegna ummæla sinna um skotárásina, en hann hefur sagt hana vera tilbúning. Hann hefur áður verið dæmdur til að greiða foreldrum annarra fórnarlamba bætur.

Greint var frá því í maí að fyrirtæki Jones væri orðið gjaldþrota. 

mbl.is

Bloggað um fréttina