Handtaka mann grunaðan um morð á fjórum múslimum

Lögregla handtóku manninn þegar hann var tengdur við ljósmynd, helstu …
Lögregla handtóku manninn þegar hann var tengdur við ljósmynd, helstu vísbendinguna í málinu. AFP

Lögreglan í Nýju Mexíkó hefur handtekið og ákært mann sem grunaður er um morð á fjórum múslimum í bænum Albuquerque, eftir víðfeðma leit. 

Morðin hafa vakið mikinn óhug meðal múslima í borginni, en vísbending leiddi lögregluna til hins grunaða í gær. Þá hafði lögreglan biðlað til almennings um hjálp eftir að hafa birt ljósmynd af bíl sem talin er tengjast morðunum.

Tengdur við ljósmynd af bíl

Hinn grunaði er eigandi bílsins og heitir Muhammad Syed, en hann er afganskur innflytjandi og er um miðjan aldur. 

Rannsókn stendur enn yfir á hvata morðanna. Talið er að hinn grunaði sé súnnímúslimi og hann hafi myrt mennina í bræði eftir að dóttir hans giftist sjítamúslima. Ahmad Assed, forseti íslömsku miðstöðvarinnar í Nýju Mexíkó, segir í samtali við New York Times að sér hafi borist þær upplýsingar. 

Flestir múslimar eru súnnítar, en þeir hafa deilt við sjíta frá því að klofning varð í íslam á sjöundu öld trúarbragðanna. Súnnítar trúa því að Múhameð hafi verið síðasti spámaðurinn og að annar komi í hans stað sem leiðtogi múslima, en það er ekki afstaða sjíta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert