Leiðtogi Ríki íslams fallinn

Jarðarför fórnarlamba fjöldamorðsins í Shiraz í Íran 26. október þar …
Jarðarför fórnarlamba fjöldamorðsins í Shiraz í Íran 26. október þar sem á annan tug lést. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð sinni á árásinni. AFP/Mohammadreza Dehdari

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams tilkynntu í dag að leiðtogi samtakanna, Abu Hasan al-Hashimi al-Qurashi, hefði fallið í bardaga.

Talsmaður samtakanna sagði að Hashimi, sem er frá Írak, hafi verið drepinn „í bardaga gegn óvinum Guðs,“ án þess að skýra það neitt frekar, hvorki er varðar kringumstæður andlátsins né tímasetningu.

Talsmaðurinn tilkynnti um nýjan leiðtoga samtakanna, Abu al-Hussein al-Husseini al-Quarshi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka