Covid-skimanir „óréttlætanlegar“

Þessi ætlar ekki að fá veiruna.
Þessi ætlar ekki að fá veiruna. AFP

Evrópska sóttvarnastofnunin telur að ekki sé réttlætanlegt að hefja almenna skimun fyrir Covid-19 hjá farþegum frá Kína. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu ákváðu í vikunni að hefja slíkar skimanir. 

Stofnunin telur slíkar kvaðir óþarfar í álfunni, en Covid-tilfellum í Kína hefur fjölgað gríðarlega eftir að kínversk stjórnvöld viku frá hörðum sóttvarnaraðgerðum sínum fyrr í mánuðinum.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að rúmur helmingur farþega í flugi á leið frá Peking til Ítalíu hafi greinst með veiruna við komuna til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert