Meta býður Trump aftur velkominn

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið boðið að fá aftur …
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið boðið að fá aftur aðganga sína, bæði á Instagram og Facebook. AFP/Chandan Khanna

Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, hefur boðið Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að endurheimta aðganga sína á báðum miðlum. Þó munu nýjar reglur gilda um aðganga forsetans fyrrverandi.

„Við munum leyfa Trump að endurheimta aðganga sína á komandi vikum,“ er haft eftir Nick Clegg, yfirmanni utanríkismála hjá Meta í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Bætti hann við að í kjölfar þessa yrðu settar nýjar reglur til þess að koma í veg fyrir endurtekin brot á skilmálum fyrirtækisins.

Bannaður síðan í janúar 2021

Bann Trumps frá miðlum Meta var til tveggja ára og átti upphaflega að gilda til 7. janúar 2023.

Trump var hent út af samfélagsmiðlinum daginn eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna, eftir forsetakosningarnar þar í landi, þann 6. nóvember 2021. Í kjölfarið stofnaði fjölmiðlafyrirtæki Trumps nýjan samfélagsmiðil, Truth Social.

Trump hefur þrýst á stjórnendur Facebook í því skyni að endurheimta aðgang sinn á miðlinum en hann undirbýr nú nýtt forsetaframboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert