23 handteknir vegna sprengingar í bænahúsi

Pakistanska lögreglan hefur handtekið 23 einstaklinga vegna sprengingar í bænahúsi í höfuðstöðvum lög­regl­unn­ar í borg­inni Pes­haw­ar á mánudag. Að minnsta kosti 101 létust. 

Lögreglan rannsakar hvort að einstaklingar sem voru inn í bænahúsinu er sprengingin varð aðstoðuðu við að skipuleggja árásina. 

Þá er talið að skipuleggjendurnir gætu átt tengsl við einstaklinga utan Pakistan en borgin er nærri landamærum Afganistan. 

mbl.is