Rússar og Úkraínumenn skiptast á hermönnum

Útför úkraínsks hermanns í Kænugarði í síðasta mánuði.
Útför úkraínsks hermanns í Kænugarði í síðasta mánuði. AFP

Rússar og Úkraínumenn tilkynntu samtímis að skipst yrði á um 100 hermönnum frá hvoru ríki.  94 rússneskir hermenn sem Úkraínumenn héldu föngnum var sleppt og þeir fluttir til læknisskoðunar.

Yfirmaður úkraínsku forsetaskrifstofunnar, Andriy Yermak, sagði að Úkraínumenn hafi fengið til baka 95 hermanna sinna og væru sumir þeirra særðir. Í þeim hópi væru landamæraverðir og þjóðvarðliðar.

Al Jazeera hefur eftir rússneskum heimildum að samið hafi verið um þessi skipti á milli ríkjanna tveggja.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert