Rússar sækja fram í suðurhluta Úkraínu

Úkraínskur hermaður sem féll í átökum við rússneskar hersveitir í …
Úkraínskur hermaður sem féll í átökum við rússneskar hersveitir í Sa­po­rit­síja-héraði borinn til grafar. AFP

Rússneski herinn sækir fram í suðurhluta Úkraínu. Hann hefur nærri umkringt þorpið Novopokrovka í Sa­po­rit­síja-héraði að því er yfirvöld í Moskvu segja.

Hersveitir okkar hafa sótt umtalsvert fram norðaustur af Novopokrovka, sagði Jevgení Balitskí, héraðsstjóri hins hernumda héraðs á samskiptamiðlinum Telegram í dag.

Gagnsóknin hægari en búist var við

Novopokrovka er um 20 kílómetrum austur af Robotíne, sem yfirvöld í Kænugarði sögðust hafa endurheimt í sumar en hafa átt í vandræðum með að halda síðan þá.

Balitskí sagði Rússa ekki aðeins halda varnarlínunni heldur sæki herinn fram. Landvinningar Rússa myndu setja enn meiri pressu á yfirráð Úkraínu á Robotíne því Rússar hafa yfir að ráða svæðum vestan, sunnan og austan við þorpið.

Gagnsókn Úkraínuhers hefur verið hægari en búist var við undanfarna mánuði.

Rússar hafa yfir að ráða stórum hluta Sa­po­rit­síja-héraðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert