Rannveig stjórnarformaður Skipta

Rannveig Rist.
Rannveig Rist.

Rannveig Rist hefur á ný tekið við formennsku í stjórn Skipta, móðurfélags Símans. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Skipta fyrr í dag.

Rannveig hefur setið í stjórn Skipta og Símans frá árinu 2002 þegar fyrirtækið var í eigu íslenska ríkisins. Hún var formaður stjórnar frá 2002 til 2005 en hefur síðan verið varaformaður stjórnar. Lýður Guðmundsson lætur nú af formennsku en mun sitja áfram í stjórn Skipta.

Í tilkynningu frá Skiptum er haft eftir Rannveigu, að það sé spennandi að taka aftur við sem formaður. Skipti sé  vel rekið fyrirtæki sem gegni mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Fyrirtækinu hafi tekist vel að laga reksturinn að þeim samdrætti sem sé í íslensku efnahagslífi og því ágætlega í stakk búið til að takast á við þá krefjandi tíma sem nú eru. 

Haft er eftir Lýð, að mikil vinna sé framundan hjá honum og Ágústi bróður hans við rekstur Bakkavarar og að ljúka því ferli sem Exista sé í og því telji hann rétt að láta nú af stjórnarformennsku hjá Skiptum. 

Innan samstæðu Skipta eru Síminn, Míla, Já, Skjárinn, Sensa, Tæknivörur, Staki, On-Waves og Radiomiðun. Erlend fyrirtæki eru fjarskiptafélagið Síminn DK í Danmörku, og upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. 

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 17. september

Mánudaginn 16. september

Laugardaginn 14. september

Föstudaginn 13. september

Fimmtudaginn 12. september

Miðvikudaginn 11. september