Íslendingar safnað 25 milljónum fyrir Úkraínu

Rauði krossinn í Úkraínu að störfum.
Rauði krossinn í Úkraínu að störfum. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarna daga hefur almenningur á Íslandi látið um 25 milljónir króna af hendi rakna til neyðaraðstoðar Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni.

Til viðbótar við fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja hefur utanríkisráðuneytið lagt til 50 milljónir sem fara til stuðnings við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) á vettvangi.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Ljósmynd/Lögreglan

Man varla eftir öðrum eins viðbrögðum

„Við munum varla eftir öðrum eins viðbrögðum og erum afskaplega þakklát fyrir hvert og eitt framlag,“ er haft eftir Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi í tilkynningu.

„Nú þegar er ljóst að neyðaraðstoð verður umfangsmikil og þörfin heldur aðeins áfram að aukast meðan á átökum stendur. Það er gott að geta lagt okkar af mörkum á erfiðum tímum sem þessum og við munum halda söfnuninni áfram næstu daga.“

Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning.

Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu í gegnum Rauða krossinn með eftirtöldum leiðum: 

  • SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)
  • Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
  • Kass: raudikrossinn eða 7783609
  • Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert