Landspítalinn slapp fyrir horn

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Mikill mönnunarvandi ríkti á Landspítala fyrir liðna helgi og var því sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að koma til starfa.

„Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að það skilaði sér mjög vel,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, um ákallið.

Hann segir að mönnun hafi verið ágæt á smitsjúkdómadeild og helstu legudeildum um helgina. Áframhaldandi brotthvarf sökum veikinda starfsfólks hafi þó sett strik í reikninginn, og Covid-smitum starfsfólks fari ekki fækkandi. „En þetta hefur gengið ágætlega.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka