Gefa raftæki, húsgögn, fatnað og fjármuni

Um 145 milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins.
Um 145 milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirtæki og almenningur hafa tekið saman höndum við að safna saman þeim nauðsynjum sem flóttafólk sem hingað er komið frá Úkraínu þarf á að halda.

Rauði krossinn hefur staðið fyrir fatasöfnun auk þess sem neyðarsöfnun á hans vegum hefur gengið ótrúlega vel. Um 145 milljónir hafa safnast og segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, að viðtökurnar hafi sjaldan eða aldrei verið jafn góðar. Fjármunir nýtist langbest, vilji fólk styðja flóttafólkið.

Góði hirðirinn hefur séð flóttamönnum fyrir innbúi í samstarfi við sveitarfélögin. Þangað koma flóttafjölskyldur á hverjum morgni og velja sér það sem þarf á heimilið.

Ýmis fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum. ELKO hefur gefið raftæki, spjaldtölvur og afþreyingu í 37 íbúðir sem flóttamönnum hefur verið úthlutað. Framkvæmdastjórinn Óttar Örn Sigurbergsson segist ánægður að geta hjálpað enda sé erfitt að hugsa til þess hvernig aðstæður flóttafólksins séu.

Hótelkeðjan Íslandshótel tók þá ákvörðun að sjá fjölda flóttamanna fyrir rúmum. Rúmum í góðu standi af tvö hundruð herbergjum hefur verið komið áfram til flóttamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka