Sumarhús „hálfsprakk“

Hér má sjá sumarhúsið sem sprakk.
Hér má sjá sumarhúsið sem sprakk. Ljósmynd/Landsbjörg

Óveðrið virðist að mestu leyti vera yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu og hafa einhverjir hópar björgunarsveita verið sendir á Suðurnes til aðstoðar þar. Von er á öðrum skilum á Suðurnesjum milli klukkan sjö og níu í kvöld.

Sumarhús fór í sundur

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mesta tjónið á suðvesturhorninu hafa orðið í Kjósinni við Meðalfellsvatn þegar sumarhús sem var í byggingu „hálfsprakk“ eða fór í sundur. „Vindur virðist hafa komist inn og það fór ansi illa.

Það má segja að sveitir alveg frá Hellu, vestur eftir Suðurlandi, á Suðurnesjum, Reykjavíkursvæðinu og upp í Borgarnes hafi sinnt verkefnum í dag og svo í Skagafirðinum. Húnavatnssýslurnar og Vestfirðir virðast hafa sloppið enn þá.

Veður hefur leikið Kjósina grátt.
Veður hefur leikið Kjósina grátt. Ljósmynd/ Landsbjörg

Óvenju mörg verkefni miðað við spár

Verkefnin á höfuðborgarsvæðinu voru óvenju mörg miðað við spána, en voru flest leyst tiltölulega hratt,“ segir Jón Þór.

Meðal verkefna sem björgunarsveitir sinntu var vinna við að festa vinnupalla sem losnuðu á Seltjarnarnesi og flaggstöng sem fauk á Granda.

Festa þurfti vinnupalla við fjölbýlishús á Seltjarnarnesi.
Festa þurfti vinnupalla við fjölbýlishús á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Landsbjörg
Verkefni björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu voru mörg. Flaggstöng fauk á Granda …
Verkefni björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu voru mörg. Flaggstöng fauk á Granda í dag. Ljósmynd/Landsbjörg
Vinnupallar losnuðu á Seltjarnarnesi.
Vinnupallar losnuðu á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Landsbjörg

Þá festi Björgunarsveit Hafnarfjarðar klæðningu sem losnaði af Urriðaholtsskóla.

Björgunarsveitarmenn festu klæðningu sem losnaði af Urriðaholtsskóla.
Björgunarsveitarmenn festu klæðningu sem losnaði af Urriðaholtsskóla. Ljósmynd/Landsbjörg

Flutningakassi sprakk

Loks varð talsvert tjón þegar flutningakassi á flutningabíl sprakk í Kópavogi með þeim afleiðingum að innihaldið fauk úr honum niður á götu.

Flutningakassinn var illa farinn við Kórinn í Kópavogi.
Flutningakassinn var illa farinn við Kórinn í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend
Mikil læti hafa verið í höfninni á Tálknafirði í dag.
Mikil læti hafa verið í höfninni á Tálknafirði í dag. mbl/Guðlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert