Öryggismál á Bolafjalli til skoðunar

Bæta þarf öryggi á veginum upp á Bolafjall við Bolungarvík …
Bæta þarf öryggi á veginum upp á Bolafjall við Bolungarvík þangað sem þúsundir ferðamanna hafa farið í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæta þarf öryggi á veginum upp á Bolafjall við Bolungarvík þangað sem þúsundir ferðamanna hafa farið í sumar. Þar var fyrir ári á hamrabrún settur upp pallur með einstöku útsýni. Þetta er í nærri 640 metra hæð og ekið er upp brattar brekkur í fjallshlíð. Því er til umræðu að leggja slitlag, setja upp vegrið í brekkum og fleira.

Einnig er ætlunin að útbúa göngustíga á fjallinu og bílastæði. Þar yrðu innheimt notendagjöld sem standa eiga undir 200 milljóna króna framkvæmd, segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Á Bolafjalli er ratsjárstöð sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með. Bolungarvíkurkaupstaður er áfram um að taka við veghaldi, enda auðveldi slíkt úrbætur til öryggis. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert